top of page

UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐI

Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti,

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti,

  • 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði tölfræði.

  • 3. hæfniþrep í norðurlandamáli.

  • 2. hæfniþrep í samfélagsgreinum.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page