top of page

ÞJÓÐFRÆÐI

Þjóðfræðin rannsakar hversdagsmenningu, lífshætti og lífssýn á okkar dögum og áður fyrr. Þjóðfræði heyrir í senn til hug- og félagsvísinda, enda fjalla þjóðfræðingar jöfnum höndum um aðstæður fólks og samfélag á hverjum tíma og svo tjáningu þess, listfengi og fagurfræði hversdagsins. Á meðal viðfangsefna þjóðfræðinnar eru sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhættir, trú og tónlist, siðir og venjur, hátíðir og leikir, klæðnaður og matarhættir, svo fátt eitt sé nefnt. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk lifir í samfélagi hvert við annað í þeim margvíslegu hópum sem það tilheyrir.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í íslensku

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 2. hæfniþrep í samfélagsgreinum

  • 2. hæfniþrep í dönsku eða öðru Norðurlandamáli

  • 2. hæfniþrep í stærðfræði, sérstaklega talningu, tölfræði og líkindareikningi

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs. 

bottom of page