top of page

GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA

Nám í garðyrkjuframleiðslu veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst. Kennd eru undirstöðuatriði plöntuframleiðslu. Einnig er fjallað um markaðsmál, rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar sem og félagslega uppbyggingu hennar.

Hægt að læra við Landbúnaðarháskóla Íslands.

3 ár til starfsmenntunar.

bottom of page