top of page

MANNFRÆÐI

Mannfræðin rannsakar allt sem viðkemur tegundinni Homo sapiens. Spurningar mannfræðinga snúast einkum um hin mörgu og ólíku samfélög manna. Áhersla er lögð á að skilja hugmyndir og athafnir fólks og hvaða merkingu þær hafa. Mannfræðin rannsakar ólík viðfangsefni svo sem þjóðerni í samtímanum, barnæsku, listir, fólksflutninga, þróunarsöguna, tengsl við umhverfið, þéttbýlismyndun og áhrifamátt miðla.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í íslensku

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 2. hæfniþrep í samfélagsgreinum

  • 2. hæfniþrep í dönsku eða öðru Norðurlandamáli

  • 2. hæfniþrep í stærðfræði, sérstaklega talningu, tölfræði og líkindareikningi

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page