top of page

SPÆNSKA

Í námi til BA-prófs í spænsku öðlast nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu. Nám í spænsku er fjölbreytt og krefjandi. Nemendur kynnast menningu Spánar og Rómönsku Ameríku: Bókmenntum, kvikmyndum, þjóðlífi og hugmyndasögu. Þeir fá þjálfun í rit- og talmáli á fyrstu námsstigum og áhersla er lögð á fræðileg og sjálfstæð vinnubrögð. Einnig fá nemendur innsýn í heim þýðinga og kynnast sögu tungumálsins og þróun.

 

Nemendur eru þjálfaðir í fjórum færniþáttum málsins (tali, ritun, talskilningi og lesskilningi) og þá er þeim jafnframt veitt innsýn í sögu og menningu spænskumælandi landa. Reynt er að gera námið eins lifandi og kostur er og mikil áhersla er lögð á tengsl við viðkomandi málsvæði, t.d. í gegnum fjölmiðla og netið, með samskiptum við erlenda nemendur við HÍ og með námsdvöl erlendis (að jafnaði eftir tveggja ára nám við HÍ).

Nauðsynlegt er að nemandi búi yfir hæfni á:

  • 2. hæfniþrepi í spænsku

Æskilegt er að nemendur hafi lokið að minnsta kosti:

  • 20 fein. í spænsku (eða hafi undirbúning sem samsvarar B1 í evrópska viðmiðunarrammanum fyrir tungumál).

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page