top of page

ÍÞRÓTTA- OG HEILSUFRÆÐI

Hefur þú áhuga á íþróttum, góðri heilsu, útiveru og vilt starfa á þeim vettvangi? Þá er nám í íþrótta- og heilsufræði eitthvað fyrir þig. Í náminu er lögð áhersla á að auka þekkingu þína á íþróttaiðkun, heilsu, vexti, þroska og lífsstíl fólks á öllum aldri. Brautskráðir nemendur starfa á fjölbreyttum vettvangi en flestir starfa sem íþróttakennarar eða þjálfarar.

Allir sem sækja um nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík eru boðaðir og skráðir í inntökupróf. Prófið er haldið í byrjun júní og samanstendur af sundi, boltagreinum, styrkæfingum, fimiæfingum, þolprófi og viðtali.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám við HÍ:

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði

  • 3. hæfniþrep í ensku

Æskilegt er að hafa lokið a.m.k.:

  • 5 fein. á 2. hæfniþrepi í líffræði, eðlisfræði, efnafræði eða annarri náttúrufræðigrein. 

  • 6 fein. á 1. – 2. hæfniþrepi í íþróttum, líkamsrækt eða sundi.

Hægt að læra við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

3 ár til BS-prófs.

Skoða nánar: https://www.hi.is/ithrotta_og_heilsufraedi og https://www.ru.is/namid/namsyfirlit/ithrottafraedi

bottom of page