top of page

UM VERKEFNIÐ

Velkomin/nn! 
Þessi heimasíða er hluti af lokaverkefninu mínu frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og snýr að námsleiðum eftir nám í ME. Mér fannst vanta einhvern vettvang þar sem væri hægt að sjá gott og skipulagt yfirlit yfir grunnnám í háskólum á Íslandi út frá námsbrautum framhaldsskólanna. Hér á síðunni má finna slíkt yfirlit, flokkað eftir námsbrautum Menntaskólans á Egilsstöðum. Hægt er að finna grunnupplýsingar um hverja námsleið fyrir sig, sem og upplýsingar um hvar námið er kennt, lengd og uppsetningu þess og hvaða inntökuskilyrði og aðgangsviðmið skólarnir gefa upp. Athuga skal að þessi heimasíða er aðeins til viðmiðunar. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að nemandi sem t.d. útskrifast af félagsgreinabraut getur jafnframt sótt um aðrar námsleiðir á háskólastigi en þær sem heyra undir félagsgreinabraut hér á heimasíðunni, uppfylli hann þau inntökuskilyrði sem sviðin og deildirnar setja.  Hér á síðuna vantar jafnframt allt iðnnám og einhver tungumálanámsleiðir. Ástæðan er sú að stundum gera háskólarnir kröfu um ákveðna grunnþekkingu í viðkomandi tungumáli sem nemandi óskar eftir að hefja nám í og þar sem heimasíðan er einungis um námsleiðir eftir nám í ME vantar þau tungumál sem eru ekki kennd við ME. Einnig gefa háskólarnir ekki aðgangsviðmið fyrir allar námsleiðir og í þeim tilfellum eru þau þá ekki tekin fram. Ef fleiri spurningar vakna bendi ég á að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa ME.


-Rannveig Erlendsdóttir

Math Class

NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT

Chalkboard with Different Languages

MÁLABRAUT

Watercolor Painting

LISTNÁMSBRAUT

Education Books Bookshelfs

FÉLAGSGREINABRAUT

bottom of page