top of page

SJÚKRAÞJÁLFUNARFRÆÐI

Starf sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt og miðar að því að bæta hreyfigetu, færni og heilsu fólks á öllum aldri. Sjúkraþjálfarar greina orsakir hreyfitruflana og færniskerðinga og veita meðferð sem byggir á greiningunni. Auk þess fást þeir við að fyrirbyggja eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma, öldrunar og lífsstíls. Ráðgjöf og fræðsla er hluti af starfi sjúkraþjálfara.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði einkum á sviði algebru og tölfræði

Mælt er með því að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti:

  • 10 fein. á 3. þrepi í stærðfræði

  • 10 fein. á 3. þrepi í efnafræði

  • 5 fein. á 3. þrepi í líffræði

  • 5 fein. á 2. þrepi í eðlisfræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page