top of page

ÍSLENSKA

Í námsgreininni íslensku er fengist við mál og bókmenntir á fjölbreyttan hátt. Fjallað er um íslenskt mál og bókmenntir í samtímanum en jafnframt er sagan rakin og grafist fyrir um rætur íslenskra bókmennta og uppruna íslenskrar tungu. Námið veitir haldgóða almenna menntun og hentar öllum sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar, miðlunar og íslenskra fræða í víðum skilningi. Jafnframt er það mjög góður undirbúningur fyrir margvíslegt framhaldsnám, svo sem í bókmenntafræði, málvísindum, talmeinafræði, fjölmiðlun, útgáfustarfsemi, þýðingum o.fl.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum Íslands- og mannkynssögu.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page