top of page

FÉLAGSRÁÐGJÖF

Í BA námi öðlast nemendur undirstöðuþekkingu á starfsvettvangi, kenningum, starfsaðferðum félagsráðgjafar og þjálfun í aðferðafræði félagsvísinda. Nemendur öðlast einnig þekkingu á félagslegum vandamálum og afleiðingum þeirra, úrræðum velferðarkerfisins og löggjöf á ýmsum sviðum. 

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í íslensku

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 2. hæfniþrep í samfélagsgreinum

  • 2. hæfniþrep í dönsku eða öðru Norðurlandamáli

  • 2. hæfniþrep í stærðfræði, sérstaklega talningu, tölfræði og líkindareikningi

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page