top of page

MYNDLIST

Á BA stigi býður myndlistardeild upp á kennslu í hinum fjölbreyttu aðferðum samtíma listsköpunar, tækni og handverki auk listfræða listfræða í því markmiði að hvetja nemendur til gagnrýninnar og skapandi hugsunar sem skilar sér með markvissri framsetningu á sjálfstæðum myndverkum.

Á námstímanum geta nemendur valið um sérhæfingu innan helstu miðla og aðferða myndlistar, svo sem skúlptúrs, málunar, prents, innsetninga, ljósmyndunar, vídeós, hljóðs eða gjörninga. Engar miðlatengdar brautir eru við deildina heldur er áhersla lögð á að nemendur kanni sjálfir fjölbreytilega möguleika til listsköpunar, hvort sem er í tvívíðum eða þrívíðum miðlum, og öðlist færni í verklegri framkvæmd jafnt sem fræðilegri hugsun.

Æskilegt er að umsækjendur hafi sótt undirbúningsnám frá hönnunar- eða myndlistardeildum framhaldsskólanna, en þó er slíkt ekki skilyrði.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs

bottom of page