top of page

FJÖLMIÐLAFRÆÐI

Fjölmiðlafræðinámið í Háskólanum á Akureyri byggir á fræðilegri þekkingu. Þú færð þjálfun í að skrifa texta og vinnu við útvarp, sjónvarp og samfélagsmiðla.

Það er lögð áhersla á að kenna þér að setja fjölmiðla í samhengi við samfélagið. Leitað er svara við lagalegum og siðferðislegum spurningum sem tengjast daglegu starfi fjölmiðlafólks.

Þessi fræðigrein er í stöðugri þróun og nýir miðlar að verða til. Námið tekur tillit til þessa.

Æskilegur undirbúningur:

3. hæfniþrep í ensku
2. hæfniþrep í samfélagsgrein

Hægt að læra við Háskólann á Akureyri.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page