top of page

HUGBÚNAÐARVERKFRÆÐI

Hugbúnaðarkerfi eru á meðal stærstu og tæknilega flóknustu kerfa sem smíðuð eru og það eru gerðar miklar kröfur um áreiðanleika þeirra. Nám í hugbúnaðarverkfræði er þverfaglegt og sameinar þekkingu á tölvutækni og undirstöðugreinum verkfræði. Námið er skipulagt í samvinnu tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein)  í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði).

Hægt að læra við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

Skoða nánar: https://www.ru.is/grunnnam/verkfraedi/hugbunadarverkfraedi/ og https://www.hi.is/hugbunadarverkfraedi

bottom of page