top of page

SKÓGUR OG NÁTTÚRA

Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám á viðurkenndum verknámsstað. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám. Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.

Hægt að læra við Landbúnaðarháskóla Íslands.

3 ár til starfsmenntunar.

bottom of page