top of page

GRAFÍSK HÖNNUN

Grafískir hönnuðir miðla upplýsingum, texta, myndum og hverskyns innihaldi með það að markmiði að hámarka skilning. Við Listaháskóla Íslands hefur kennsla grafískrar hönnunar miðað að því að efla fagið ásamt því að hvetja nemendur til þess að láta sig umhverfið og samfélagið varða – og horfa til framtíðar. Nemendur sækja þá í hverskyns sögulegan arf. Þeir kynnast fjölbreyttum miðlunarleiðum og þeim ráðlagt að vera meðvitaðir um það samhengi sem þeir starfa innan. Nemendur eiga þá einnig að temja sér skapandi hugsun og skilning á viðfangsefni sínu frekar en að festa sig í tæknilegum takmörkunum eða hefðum.

Æskilegt er að umsækjendur hafi sótt undirbúningsnám frá hönnunar- eða myndlistardeildum framhaldsskólanna, en þó er slíkt ekki skilyrði.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands. 

3 ár til BA-prófs. 

bottom of page