top of page

HHS (HEIMSPEKI, HAGFRÆÐI OG STJÓRNMÁLAFRÆÐI)

HHS er nám sem hefur að markmiði að búa nemendur undir framhaldsnám og þátttöku á atvinnumarkaði jafnt innlanlands sem á alþjóðlegum vettvangi. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem jafnan eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að nýta aðferðir og innsýn þessara þriggja greina saman, verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gerir nemendum mögulegt að skilja hvernig ólík sjónarhorn fræðanna geta unnið saman.

Æskilegt er að nemandi búi yfir hæfni sem samsvarar:

  • • 3. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði algebru, falla, tölfræði og líkindafræði.

  • • 3. hæfniþrepi í samfélagsfræði, einkum á sviði sagnfræði.

  • • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar tjáningu í ræðu og riti og lestur fræðitexta.

  • • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar tjáningu í ræði og riti.

Hægt að læra við Háskólann á Bifröst.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page