top of page

SAGNFRÆÐI

Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum hvað varðar að lesa heimildir á gagnrýninn hátt og að setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrepi í þriðja tungumáli.

  • 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði tölfræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page