top of page

TÁKNMÁLSFRÆÐI OG TÚLKUN

Í táknmálsfræði er fyrst og fremst leitast við að kenna nemendum færni í íslensku táknmáli og veita þeim þekkingu á menningarheimi heyrnarlausra. Nemendur fá þjálfun í málnotkun, málfræði táknmálsins og fræðslu um menningu og sögu heyrnarlausra. Áhersla er lögð á íslenska táknmálssamfélagið en í alþjóðlegu samhengi og í samanburði við táknmálssamfélög erlendis. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum málvísinda og menningarfræða á táknmál og samfélag heyrnarlausra. Jafnframt fá nemendur innsýn í þýðingar og þjálfun í að þýða á milli íslensku og íslenska táknmálsins. Á þriðja námsári er unnið með túlkun á milli íslensku og íslensks táknmáls, bæði fræðilega og við raunverulegar aðstæður. Markmið námsins er að miðla þekkingu á íslensku táknmáli, menningarheimi heyrnarlausra og túlkun á milli íslensks táknmáls og íslensku.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum Íslands- og mannkynssögu.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page