top of page

SJÁVARÚTVEGSFRÆÐI

Nemendur í sjávarútvegsfræði afla sér þekkingar um vistfræði hafsins. Þekkingar um helstu veiði- og vinnsluaðferðir, um rekstur fyrirtækja og um mikilvægi markaða og markaðssetningar. Sjávarútvegsfræðingar fá störf sem framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar og margt fleira. Námið nýtist líka víðar. Allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga starfar utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum.

Hægt að læra við Háskólann á Akureyri.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page