top of page

KIRKJUTÓNLIST

Nemendur með sérhæfingu í kirkjutónlist ljúka námi með BA-gráðu þar sem lokaverkefnið felur í sér lokaritgerð og opinbera tónleika.

Námið er í stórum dráttum tvískipt þar sem annar hluti námsins samanstendur af sérhæfingu nemandans í kirkjutónlist og hinn hlutinn er sameiginlegur kjarni fræðigreina. Samspil í mismunandi stórum hópum er ríkur þáttur í starfi deildarinnar. Auk þess að taka þátt í skipulegum samspilshópum deildarinnar eru nemendur hvattir til að vinna sjálfstætt í smærri og stærri hópum, jafnvel með öðrum listamönnum.

Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik/söng hafi lokið eða stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám. 
Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.

Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik/söng hafi lokið eða stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám. 
Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands. 

3 ár til BA-prófs. 

bottom of page