top of page

SKAPANDI TÓNLISTARMIÐLUN

Nám í skapandi tónlistarmiðlun byggist á þjálfun í hljóðfæraleik og/eða söng, bæði með hryntónlist og sígilda og samtímatónlist sem viðfangsefni. Þjálfunin nýtist þeim sem hafa fjölþætta hæfileika og áhuga og reynslu til miðlunar og sköpunar á hvers konar hátt. Einnig eru dæmi um nemendur á brautinni sem hafa menntast í tónsmíðum, hljómsveitar- eða kórstjórn. Þá eru samleikur, samsöngur, tónsköpun í hóp og skapandi tónlistarsmiðjur, sem byggja á samvinnu við skóla og aðrar stofnanir, stór þáttur í náminu, ásamt almennum kjarna fræðigreina sem nemendur á öllum brautum taka. Lögð er áhersla á haldgóða, almenna tónlistarþekkingu með það að markmiði að búa nemandann undir að takast á við ýmis konar tónlistariðkun og miðlun í síbreytilegu samfélagi sem gerir æ fjölbreytilegri kröfur til listamanna um að virkja ólíka hópa til skapandi hugsunar; samfélagi sem kallar á nýja kynslóð öflugra tónlistarmanna sem í síauknum mæli mun starfa jöfnum höndum við tónlistarflutning, sköpun, kennslu og miðlun af ýmsu tagi.

Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik/söng hafi lokið eða stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám. 
Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs

bottom of page