top of page

SÖNGUR

Nemendur vinna að því að ná góðu valdi á söngtækni með leiðbeinendum deildarinnar og gestakennurum. Einnig er unnið að túlkun og því að öðlast hæfni til þess að vinna á skapandi og sjálfstæðan hátt. Námið fer fram í einkatímum og í hóptímum. Áhersla er á valdeflingu, sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur séu leiðandi gerendur í náminu.

Mikilvægt er að nemendur nái góðum tökum á framburði, bæði á íslensku og á erlendum tungumálum. Aukagreinar í íslensku, alþjóðlegu hljóðkerfi (IPA) og framburði stuðla að því. Unnið er markvisst að því að þjálfa leikrænt og skapandi ferli sögvarans þegar kemur að því að tileinka sér innihald verkefnanna. Við þetta styðja fjölmargar aukagreinar svo sem leiklist og hreyfitímar og þátttaka í fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands.

3 ár til B.Mus-prófs.

bottom of page