top of page

IÐNAÐARVERKFRÆÐI

Iðnaðarverkfræði er kerfisbundin nálgun við að leysa vandamál í víðasta samhengi. Námið byggir upp hæfni til að gera þetta með aðstoð vísindalegra aðferða. Mikið er lagt upp úr stjórnun, svo sem á framleiðslu, gæðum, verkefnum, ferlum og fólki.
Námið hentar þeim sem finnst gaman að starfa með fólki og hafa einnig gott vald á tækni og raungreinum. 

Sterklega er mælt með að minnsta kosti:

  • 40 fein í stærðfræði

  • 50 fein í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 fein í eðlisfræði).

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page