top of page

FÉLAGSFRÆÐI

Í félagsfræði eru stundaðar kerfisbundnar rannsóknir á þjóðfélaginu, sérstaklega nútíma þjóðfélagi. Félagsfræðingar rannsaka skipulag, stofnanir og þróun þjóðfélagsins, með áherslu á að greina orsakir breytinga milli einstaklinga og hópa. Meðal viðfangsefna félagsfræðinnar má nefna velferðarmál, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðla, stöðu kynjanna, innflytjendamál og mannfjöldaþróun.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í íslensku

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 2. hæfniþrep í samfélagsgreinum

  • 2. hæfniþrep í dönsku eða öðru Norðurlandamáli

  • 2. hæfniþrep í stærðfræði, sérstaklega talningu, tölfræði og líkindareikningi

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page