top of page

FJÁRMÁLAVERKFRÆÐI

Fjármálaverkfræði er þverfagleg grein sem samþættir fjármálafræði við verkfræðilegar aðferðir, stærðfræðileg líkön, tölfræði, aðgerðagreiningu og hagnýta tölvunarfræði. Nám í fjármálaverkfræði hentar þeim sem hafa áhuga á að takast á við áhættustýringu, afleiðuviðskipti eða fjárstýringu, hvort sem er í markaðs– eða fyrirtækjageiranum.

Nauðsynlegur undirbúningur:

  • 30 fein í stærðfræði, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi.  Nemandi þarf að þekkja diffrun, heildun og helstu heildunaraðferðir (t.d. innsetningaraðferð og hlutheildun).

  • 10 fein í eðlisfræði á 2. eða 3. hæfniþrepi.  Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós

  • 5 fein í efnafræði á 2. hæfniþrepi.

Hægt að læra við Háskólann í Reykjavík.

3 ár til BSc-prófs. 

bottom of page