top of page

BYGGINGAFRÆÐI

Byggingafræði er 210 ECTS nám sem veitir BSc-gráðu og löggilt starfsheiti sem byggingafræðingur. Að námi loknu eiga nemendur að vera færir um að sinna fjölbreytilegum störfum í byggingaiðnaði og atvinnulífi og þá sérstaklega sem fagaðilar milli byggingahönnuða, byggingayfirvalda og framkvæmdaraðila. Efnisþættir í náminu eru meðal annars arkitektúr, byggingartækni, efnisfræði helstu byggingaefna, grunnatriði í burðarvirkjahönnun, lagnahönnun, framkvæmdafræði, tölvustudd hönnun, lögfræði, stjórnun og rekstur, mælingar, viðgerðir og endurbætur, samskipti, skipulag og áætlanagerð, hljóðfræði, vistvæni og sjálfbærni.

Til viðmiðunar er lágmarksundirbúningur í undirstöðugreinum:

  • stærðfræði 12 einingar (eða 20 fein)

  • eðlisfræði 6 einingar (10 fein)

  • íslenska 12 einingar (20 fein)

  • enska 9 einingar (15 fein)

Hægt að læra við Háskólann í Reykjavík.

3 ½ ár til BSc-prófs.

bottom of page