top of page

RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐI

Í rafmagnstæknifræði fást nemendur við rafmagnsfræði, rafeindatækni, raforkufræði, fjarskiptatækni, stýritækni, tölvutækni, stóriðju og orkutækni á breiðum grundvelli. Nemendur taka þátt í spennandi hönnunarverkefnum strax á fyrsta ári. Lokaverkefni eru tengd sérhæfingu á sviði sterkstraums, veikstraums, eða tölvutækni og endurspegla hagnýta hlið námsins. Þau eru oftar en ekki unnin í samstarfi við leiðandi tæknifyrirtæki.

Nauðsynlegur undirbúningur:

  • 15 einingar í stærðfræði á 3. hæfniþrepi.  Nemandi þarf að þekkja diffrun, heildun og helstu heildunaraðferðir (t.d. innsetningaraðferð og hlutheildun).

  • 10 fein í eðlisfræði á 2. eða 3. hæfniþrepi.  Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.

Hægt að læra við Háskólann í Reykjavík.

3 ár til BSc-prófs.

bottom of page