top of page

GRÍSKA

Menntun í grísku og fornfræði veitir einstaka sýn í menningarsögu Evrópu og tækifæri til frekari rannsókna í hugvísindum. Hvort sem um er að ræða bókmenntasögu og heimspeki, mannkynssögu eða listasögu er menntun í fornfræði undirstöðuþáttur til skilnings á vestrænum menningararfi. Grískunám er hluti af fornfræðinámi. Undirstaða og kjarni fornfræðinnar er klassísk textafræði en fornfræði er einnig þverfagleg fræðigrein sem fæst við allar hliðar fornaldarmenningar Grikkja og Rómverja. Innan greinarinnar rúmast til dæmis sagnfræði, fornleifafræði, bókmenntafræði, heimspeki, listasaga og málvísindi að svo miklu leyti sem þessar greinar fást við fornöldina.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar nýtingu málfræðihugtaka og þekkingar á íslenska málkerfinu, ritun og frágang heimildaritgerða og almenna þekkingu á bókmenntahugtökum. Mælt er með því að lokið sé að minnsta kosti 3 fein. á 3. hæfniþrepi í íslenskri málfræði/setningafræði til viðbótar við kjarna.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lesskilning á texta fræðilegs eðlis. Mælt er með því að lokið sé að minnsta kosti 6 fein. á 3. hæfniþrepi í ensku til viðbótar við kjarna.

  • 3. hæfniþrepi í mannkynssögu, einkum hvað varðar upplýsingalæsi og hæfni til að meta áreiðanleik og gildi heimilda, þekkingu á og tilfinningu fyrir mismunandi skeiðum sögunnar frá fornöld til nútíma og getuna til afmarka söguleg málefni. Mælt er með því að lokið sé að minnsta kosti 3 fein. á 3. hæfniþrepi í mannkynssögu til viðbótar við kjarna.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

2 ár til BA-prófs.

bottom of page