top of page

HEIMSPEKI

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.  Meginsvið heimspekinnar eru jafnan talin fjögur – frumspeki, sem fjallar um eðli veruleikans og hlutanna í heiminum, siðfræði, sem fjallar um grundvöll siðlegrar breytni, þekkingarfræði, sem fjallar um það hvað það er að vita, og rökfræði, sem fjallar um reglur og lögmál hugsunarinnar. Heimspekin skiptist í fjölmargar undirgreinar, svo sem heimspekisögu, stjórnmálaheimspeki, fagurfræði, trúarheimspeki, vísindaheimspeki, málspeki, hugspeki, feminíska heimspeki og svo mætti lengi telja.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrep í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti.

  • 3. hæfniþrep í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar tjáningu í ræðu og riti.

  • 2. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum hvað varðar að vega og meta áhrif umhverfis, sögu og menningar (eða: einkum er varðar lykilhugtök og samfélagslegt gildi félagsfræði).

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page