top of page

TÆKNIFRÆÐI

Skiptist í tvennt:

Framleiðslutæknifræði: Nám í framleiðslutæknifræði leggur áherslu á efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla. Námið nýtist þeim sem vilja vinna við nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða, llíftækni- og lyfjaiðnaði, efnavinnslu og notkun á umhvrefisvænum orkugjöfum. Námslínan leggur áherslu á efnafræði, efnaferla og líftækni og nýtist þekking nemanda meðal annars við hönnun, rekstru og viðhals á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði. 

Mekatróník hátæknifræði: Mekatróník hátæknifræði er ein af þeim greinum tæknifræðinnar sem hefur verið að eflast mest á síðasta áratugi. Í stuttu máli má segja að mekatróník fjalli um það þegar rafeinsa- og hugbúnaðarfræði er notuð samhliða hönnun á vélbúnaði til þess að búa til sjálfvirkan og/eða vitrænan vélbúnað. Í náminu læra nemendur að hanna mekatrónísk kerfi, mæla og vinna úr mælingum til þess að stjórna vélbúnaði auk þess að læra nóga rafeindatækni til að geta búið til búnað til að mæla og vinna úr mælingum. Þetta nám nýtist öllum sem vilja vinna við raf- og rafeindastýrðan vélbúnað, hvort sem er í orku-, framleiðslu- eða öðrum iðnaði.

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi sem inniheldur a.m.k. 21 einingu (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í líffræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ½ ár til BS-prófs.

bottom of page