top of page

FATAHÖNNUN

Þekking og skilningur á gæðum í fatnaði er nauðsynleg undirstaða farsæls starfsferils í fatahönnun og aukin sjálfbærni í greininni er lykilorð þegar litið er til framtíðar.

Í þessu samhengi er lögð áhersla á fræðslu um uppruna og áhrif textíls og framleiðslu fatnaðar á umhverfi og líf okkar allra á jörðinni. Markmið brautarinnar er að skapa hönnuði sem hafa ábyrga framtíðarsýn gagnvart náttúrunni í heild sinni og sem sýna einstaklingum og samfélögum heimsins virðingu í störfum sínum.

Æskilegt er að umsækjendur hafi sótt undirbúningsnám frá hönnunar- eða myndlistardeildum framhaldsskólanna, en þó er slíkt ekki skilyrði.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands. 

3 ár til BA-prófs. 

bottom of page