top of page

TANNSMÍÐI

Nám í tannsmíði er krefjandi, fræðilegt og verklegt þriggja ára nám, þar sem nemendur kynnast viðurkenndum aðferðum í tann- og munngervasmíði og raunverulegum verkefnum. BS gráða veitir rétt til að starfa sjálfstætt við tannsmíðar á Íslandi.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði

Mælt er með því að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti:

  • 10 fein. á 3. þrepi í stærðfræði

  • 10 fein. á 3. þrepi í efnafræði

  • 5 fein. á 3. þrepi í líffræði

  • 5 fein. á 2. þrepi í eðlisfræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page