top of page

GEISLAFRÆÐI

BS-nám í geislafræði er þriggja ára fræðilegt og verklegt 180 eininga nám þar sem meginmarkmiðið er að veita grunnmenntun í geislafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur eða aðgang að meistaranámi.Geislafræðingar veita nauðsynlega þjónustu í heilbrigðisgeiranum og gegnir myndgreining sífellt stærri hlutverki í greiningu og meðferð margvíslegra sjúkdóma. Til að skyggnast inn í mannslíkamann nota geislafræðingar ýmsar aðferðir sem eru í stöðugri þróun. Án nákvæmra mynda af því sem er að gerast í líkamanum, myndi meðhöndlun sjúkdóma ekki vera eins árangursrík jafnframt sem verðmætur tími tapast.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 2. hæfniþrep í stærðfræði, einkum á sviði algebru og tölfræði

Mælt er með því að lokið sé:

  • 5 fein. á 3. þrepi í eðlisfræði

  • 5 fein. á 2. þrepi í efnafræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page