top of page

GRUNNSKÓLAKENNARAFRÆÐI

Allir grunnskólakennaranemar taka námskeið í íslensku, stærðfræði og nokkrum öðrum kennslugreinum grunnskólans og sérhæfa sig í einni þeirra. Í náminu er grunnur lagður að þekkingu á kennsluháttum og hugmyndum manna um nám. Áhersla er lögð á að hver kennaranemi geti mótað námið eftir áhugasviði sínu og valið sér leiðir til sérhæfingar.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku

  • 2. hæfniþrepi í stærðfræði*

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar orðaforða og lestur fræðitexta.

*Mælt er með að nemandi hafi lokið 10 fein. á 2. hæfniþrepi. Að auki er æskilegt að nemandi hafi lokið 5 fein. í tölfræði á 3. hæfniþrepi.

Sérstaklega er mælt með að nemandi hafi lokið sem svarar a.m.k. 10 fein. á 3. hæfniþrepi í þeim greinum sem hann hyggst sérhæfa sig í, t.d. íslensku, stærðfræði, náttúrufræðigreinum, list- og verkgreinum, erlendum tungumálum, samfélagsgreinum, upplýsinga- og tæknimennt o.s.frv.

Hægt að læra við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

3 ár til B.Ed.-prófs og svo 2 ár til M.Ed.-prófs.

Skoða nánar: https://www.hi.is/node/309404 og https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/kennarafraedi

 

bottom of page