top of page

RÚSSNESKA

Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og hafa um 150 milljónir manna rússnesku að móðurmáli. Kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir pólitísk, efnahagsleg og ekki síst menningarleg samskipti við Rússland, löndin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.

Nám í rússnesku
Nám í rússnesku við Háskóla Íslands er opið nemendum sem ekki hafa kunnáttu í rússnesku fyrir. Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt. Annars vegar er um að ræða tungumálanám þar sem nemendur fá kennslu og þjálfun í notkun tungumálsins, talþjálfun, ritun, hlustun og lesskilningi, og hins vegar nám í bókmenntum, menningu, sögu og stjórnmálum Rússlands. Áhersla er lögð á rússneskan samtíma og sögu Sovétríkjanna. Þá er þýðingafræði og þýðingum gerð nokkur skil í seinni hluta námsins.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

2 ár til BA-prófs.

bottom of page