top of page

FORNLEIFAFRÆÐI

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði tölfræði.

  • 2. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum Íslands- og mannkynssögu.

  • 2. hæfniþrepi í raungreinum, einkum  hvað varðar grunnlögmál og almenna þekkingu á rannsóknaraðferðum í líffræði og jarðfræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page