top of page

LÆKNISFRÆÐI

BS nám í læknisfræði er 180e fullt nám í þrjú ár og fyrsta skrefið í átt að læknastarfi. Þar er m.a. kennd undirstaða í eðlis- og efnafræði, starfsemi mannslíkamans, samskipti við sjúklinga og líkamsskoðun, siðfræði læknisstarfsins, meinafræði og lyfjafræði. BS náminu lýkur með 10 vikna rannsóknaverkefni.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði

Sterklega er mælt með því að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti:

  • 10 fein. á 3. þrepi í stærðfræði 

  • 10 fein. á 3. þrepi í efnafræði 

  • 5 fein. á 3. þrepi í líffræði

  • 5 fein. á 2. þrepi í eðlisfræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs, 3 ára kandídatsnám og eitt kandídatsár.

bottom of page