top of page

BÚFRÆÐI

Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra, býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins og þekkingu á ræktun og nýtingu plantna til fóðuröflunar og beitar. Hann hefur þekkingu á ræktun og kynbótum búfjár. Hann er meðvitaður um lög og reglur sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og gætir að umhverfi og öryggi. Hann nýtir auðlindir landsins á skynsamlegan hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi.

BÚVÍSINDI

Landbúnaðarframleiðsla og ræktun lands eru veigamiklir þættir í búvísindanáminu, sem veitir undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði, svo sem búrekstur, þjónustu, leiðbeiningar, kennslu og rannsóknir. Námið er góð undirstaða fyrir framhaldsnám og vísindastörf á sviði landbúnaðarfræða.

BYGGINGAFRÆÐI

Byggingafræði er 210 ECTS nám sem veitir BSc-gráðu og löggilt starfsheiti sem byggingafræðingur. Að námi loknu eiga nemendur að vera færir um að sinna fjölbreytilegum störfum í byggingaiðnaði og atvinnulífi og þá sérstaklega sem fagaðilar milli byggingahönnuða, byggingayfirvalda og framkvæmdaraðila. Efnisþættir í náminu eru meðal annars arkitektúr, byggingartækni, efnisfræði helstu byggingaefna, grunnatriði í burðarvirkjahönnun, lagnahönnun, framkvæmdafræði, tölvustudd hönnun, lögfræði, stjórnun og rekstur, mælingar, viðgerðir og endurbætur, samskipti, skipulag og áætlanagerð, hljóðfræði, vistvæni og sjálfbærni.

BYGGINGARTÆKNIFRÆÐI

Byggingartæknifræðingar taka þátt í mótun umhverfis okkar og vinna við mannvirkjagerð framtíðarinnar. Í því felst meðal annars hönnun, framkvæmd og rekstur mannvirkja en þar að auki störf tengd umhverfis- og skipulagsmálum, svo sem umhverfismat framkvæmda og þróun á umhverfisvænum framtíðarlausnum fyrir byggingariðnaðinn.

BYGGINGARIÐNFRÆÐI

Námið hentar vel fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Diplóma í byggingariðnfræði og sveinspróf í iðngreininni veitir rétt til meistarabréfs, ásamt lögverndaða starfsheitinu iðnfræðingur. Byggingariðnfræði er kennd í fjarnámi og er sniðin að þeim sem eru á vinnumarkaði hvar sem er á landinu eða jafnvel erlendis. Helstu námsgreinar eru byggingafræði, burðarþolsfræði, rekstur og stjórnun og hagnýtt lokaverkefni.

EFNAFRÆÐI

Efnafræðin er ein af undirstöðugreinum raunvísinda og er auk þess sjálfstæð vísinda- og tæknigrein. Námið veitir sterka undirstöðu á helstu sviðum efnafræðinnar og uppfyllir kröfur til frekara náms eða almennra starfa. Námið er bæði bóklegt og verklegt og veitir traustan almennan grunn í raungreinum og góða starfsþjálfun í verklagi við störf á rannsóknarstofu. 

 

EFNAVERKFRÆÐI

Efnaverkfræði veitir haldgóða þekkingu í raunvísindum og ákveðnum verkfræðigreinum. Nemendur læra meðal annars að byggja upp og skipuleggja efnaferla á iðnaðarskala. Námið er veitir traustan almennan grunn í raungreinum og verkfræðigreinum og góða starfsþjálfun í verklagi á rannsóknarstofu.

EÐLISFRÆÐI

Eðlisfræðin er meðal fjölbreyttustu námsgreina raunvísinda og verkfræði, í senn skemmtileg og hagnýt. Námið veitir þekkingu og færni til að takast á við margvísleg verkefni á sviði eðlisfræði og afleiddra greina.

FERÐAMÁLAFRÆÐI

Í ferðamálafræði er leitað svara við því af hverju fólk ferðast, hvað skapar aðdráttarafl, hvernig aðdráttaraflinu er viðhaldið og hvernig hægt er að byggja upp ferðamannstaði í sátt við umhverfi og menningu.

FJÁRMÁLAVERKFRÆÐI

Fjármálaverkfræði er þverfagleg grein sem samþættir fjármálafræði við verkfræðilegar aðferðir, stærðfræðileg líkön, tölfræði, aðgerðagreiningu og hagnýta tölvunarfræði. Nám í fjármálaverkfræði hentar þeim sem hafa áhuga á að takast á við áhættustýringu, afleiðuviðskipti eða fjárstýringu, hvort sem er í markaðs– eða fyrirtækjageiranum.

GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA

Nám í garðyrkjuframleiðslu veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst. Kennd eru undirstöðuatriði plöntuframleiðslu. Einnig er fjallað um markaðsmál, rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar sem og félagslega uppbyggingu hennar. 

GEISLAFRÆÐI

BS-nám í geislafræði er þriggja ára fræðilegt og verklegt 180 eininga nám þar sem meginmarkmiðið er að veita grunnmenntun í geislafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur eða aðgang að meistaranámi.Geislafræðingar veita nauðsynlega þjónustu í heilbrigðisgeiranum og gegnir myndgreining sífellt stærri hlutverki í greiningu og meðferð margvíslegra sjúkdóma. Til að skyggnast inn í mannslíkamann nota geislafræðingar ýmsar aðferðir sem eru í stöðugri þróun. Án nákvæmra mynda af því sem er að gerast í líkamanum, myndi meðhöndlun sjúkdóma ekki vera eins árangursrík jafnframt sem verðmætur tími tapast.

HAFTENGD NÝSKÖPUN

Diplómanám (84 ECTS) sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum. Miðstöð námsins er í Vestmannaeyjum og er áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið. Boðið er upp á bæði staðar- og fjarnám en haftengd nýsköpun er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Námskeið eru fjarkennd en staðar- og verklotur fara fram í Vestmannaeyjum.

HAGNÝT STÆRÐFRÆÐI

BS-gráða í hagnýttri stærðfræði gefur góðan grunn fyrir störf við vísindalega útreikninga og tölfræði sem og framhaldsnám á hinum ýmsu sviðum hagnýttrar stærðfræði. Áhersla á fræðilegan grunn og gagnrýna agaða hugsun nýtist nemandanum vel í glímu við verkefni á öðrum sviðum.

HÁTÆKNIVERKFRÆÐI

Í BSc-námi í hátækniverkfræði er lagður fræðilegur grunnur sem síðan er byggt á til að skapa breiða þekkingu á stýrikerfum, forritun og hugbúnaðargerð. Nemendur fá ótal tækifæri til þess að leysa raunveruleg vandamál og læra á hönnunarferlið sem spannar allt frá hugmynd, hönnun og smíði að virkni. Viðfangsefnin eru margvísleg en eiga það sameiginlegt að þjálfa nemendur í þróun á hugbúnaði, rafeinda- og tölvubúnaði og vélbúnaði.

HEILBRIGÐISVERKFRÆÐI

Í náminu sameinast ólíkar greinar eins og stærðfræði og eðlisfræði við lífeðlisfræði, allt í þeim tilgangi að leysa vandamál vegna veikinda og slysa. Nám í heilbrigðisverkfræði samanstendur af þriggja ára BSc-námi og tveggja ára MSc-námi.

HJÚKRUNARFRÆÐI

BS-próf í hjúkrunarfræði veitir rétt til að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings. Störf hjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt og krefjandi og gera kröfur um skilning á mannlegu eðli. Fjölbreytt atvinnutækifæri bíða hjúkrunarfræðinga, bæði hér heima og erlendis. BS-próf í hjúkrunarfræði opnar auk þess leiðir að margs konar framhaldsnámi.

HUGBÚNAÐARVERKFRÆÐI

Hugbúnaðarkerfi eru á meðal stærstu og tæknilega flóknustu kerfa sem smíðuð eru og það eru gerðar miklar kröfur um áreiðanleika þeirra. Nám í hugbúnaðarverkfræði er þverfaglegt og sameinar þekkingu á tölvutækni og undirstöðugreinum verkfræði. Námið er skipulagt í samvinnu tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar.

IÐJUÞÁLFUNARFRÆÐI

Nám í iðjuþjálfunarfræði byggir á heilbrigðis- og félagsvísindum. Iðjuþjálfunarfræði snýst um iðju, heilsu og almenn lífsgæði fólks. Þú lærir að tileinka þér viðhorf, hæfni og leikni sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í fræðigreininni. Skoðað er hvernig umhverfið, líkamlegir og hugrænir þættir hafa áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri og nýta ýmsar leiðir til lausna. Iðjuþjálfunarfræði er 3 ára nám til BS-prófs. Til að fá starfsréttindi sem iðjuþjálfi þarf til viðbótar að ljúka eins árs diplomanámi í iðjuþjálfun á meistarastigi.Nám í iðjuþjálfunarfræði byggir á heilbrigðis- og félagsvísindum. Iðjuþjálfunarfræði snýst um iðju, heilsu og almenn lífsgæði fólks. Þú lærir að tileinka þér viðhorf, hæfni og leikni sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í fræðigreininni. Skoðað er hvernig umhverfið, líkamlegir og hugrænir þættir hafa áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri og nýta ýmsar leiðir til lausna. Iðjuþjálfunarfræði er 3 ára nám til BS-prófs. Til að fá starfsréttindi sem iðjuþjálfi þarf til viðbótar að ljúka eins árs diplomanámi í iðjuþjálfun á meistarastigi.

IÐNAÐARVERKFRÆÐI

Iðnaðarverkfræði er kerfisbundin nálgun við að leysa vandamál í víðasta samhengi. Námið byggir upp hæfni til að gera þetta með aðstoð vísindalegra aðferða. Mikið er lagt upp úr stjórnun, svo sem á framleiðslu, gæðum, verkefnum, ferlum og fólki.
Námið hentar þeim sem finnst gaman að starfa með fólki og hafa einnig gott vald á tækni og raungreinum. 

JARÐEÐLISFRÆÐI

Ísland hefur þá sérstöðu að vera eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem virkur úthafshryggur er ofansjávar og liggur jafnframt ofan á möttulstrók sem á mikinn þátt í að lyfta landinu upp úr sjávardjúpinu, eina 3000 metra. Landið veitir því einstakt tækifæri til þess að kanna þessi jarðfræðilegu fyrirbæri á aðgengilegan og hagkvæman hátt og því sækir hingað jarðvísindafólk alls staðar að úr heiminum.

JARÐFRÆÐI

Jarðfræðin leggur mikið til okkar skilnings á leit og nýtingu orkuauðlinda og málmvinnslu, hvort tveggja hornsteinar nútíma samfélags. Mannvirkjagerð krefst þekkingar á nýtanlegum jarðefnum og uppbyggingu og hreyfingum jarðskorpunnar. Fiskistofnar og nýting þeirra er háð frjósemi hafsins, hafstraumum, lögun hafsbotnsins og veðurfari við landið.

KERFISSTJÓRNUN

Nemendur sérhæfa sig í rekstri tölvu- og upplýsingakerfa ásamt því að læra forritun og grunnatriði í tölvunarfræði. Með auknum umsvifum upplýsingatæknifyrirtækja og tilkomu gagnavera er mikil þörf fyrir starfsfólk með sérþekkingu á þessu sviði. Námið er skilgreint í náinni samvinnu við atvinnulífið.

LANDFRÆÐI

Landfræðinám er bæði lifandi og hagnýtt og gefur nýja sýn á ýmis brýnustu viðfangsefni samfélaga um víða veröld. Landfræðin fjallar bæði um náttúruna og samfélagið, en þó umfram allt um sambúð fólks og náttúru. Leitað er skilnings á breytingum á umhverfi okkar, þar sem náttúra, samfélagsgerð og menning koma saman. Þannig heildarsýn er nauðsynleg til að taka megi ábyrgar ákvarðanir um framtíðina. Landfræðinám er bæði lifandi og hagnýtt og gefur nýja sýn á ýmis brýnustu viðfangsefni samfélaga um víða veröld. Landfræðin fjallar bæði um náttúruna og samfélagið, en þó umfram allt um sambúð fólks og náttúru. Leitað er skilnings á breytingum á umhverfi okkar, þar sem náttúra, samfélagsgerð og menning koma saman. Þannig heildarsýn er nauðsynleg til að taka megi ábyrgar ákvarðanir um framtíðina.

LÍFEINDAFRÆÐI

Lífeindafræðingar fást við rannsóknir á lífsýnum í þeim tilgangi að greina sjúkdóma, finna meðferðarmöguleika og stuðla að framförum í læknavísindum. Mikilvægi náms í lífeindafræði liggur í þekkingu sem stuðlar að öruggri greiningu, meðferð og forvörnum gegn sjúkdómum.

LÍFEFNA- OG SAMEINDALÍFFRÆÐI

Sameindalíffræðin fjallar um leyndardóma frumunnar, hvort sem um er að ræða dýr, plöntur, sveppi, bakteríur eða veirur. Hún útskýrir hvernig erðaefnið er eftirmyndað, hvernig gert er við það, hvernig frumur eru byggðar upp og hvernig lífverur geta þroskast frá einni lítilli frumu. Sameindalíffræðilegar aðferðir eru notaðar svo sem í landbúnaðarerfðatækni, stoferfðafræði, skyldleika- og glæparannsóknum.

LÍFFRÆÐI

Líffræði fjallar um einkenni tegunda og aðgreiningu þeirra, um innri starfsemi lífvera og hegðun, um samfélög og vistkerfi, útbreiðslu og breytingar í stærð stofna. Hún fjallar um lögmál erfða og þróunar og áhrif umhverfisbreytinga og manna á lífríkið. Líffræðin er mikilvæg fyrir ábyrga nýtingu á lífverum, náttúruvernd, heilsu, líftækni og almenna þekkingu.

LÍFTÆKNI

Í líftæknináminu eru tvö megináherslusvið: 
Annars vegar auðlindalíftækni. Samhliða henni eru tekin námskeið á sviði viðskipta- og rekstrargreina. Þau gefa þér grunn til að starfa í líftæknifyrirtækjum.
Hins vegar heilbrigðislíftækni sem gefur þér góða þekkingu til starfa á rannsóknastofum.
Bæði sviðin veita traustan grunn til áframhaldandi náms á meistarastigi.

LYFJAFRÆÐI

Lyfjafræði er fræðigrein sem fjallar um lyf frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, allt frá þróun nýrra lyfjaefna og lyfjaforma, að framleiðslu, notkun og verkun lyfjanna. Lyfjafræðinámið er fjölbreytt nám, samsett af bóklegri og verklegri kennslu í hinum ýmsu greinum líf- og raunvísinda, auk greina úr félagsvísindum.

LÆKNISFRÆÐI

BS nám í læknisfræði er 180e fullt nám í þrjú ár og fyrsta skrefið í átt að læknastarfi. Þar er m.a. kennd undirstaða í eðlis- og efnafræði, starfsemi mannslíkamans, samskipti við sjúklinga og líkamsskoðun, siðfræði læknisstarfsins, meinafræði og lyfjafræði. BS náminu lýkur með 10 vikna rannsóknaverkefni.

MATVÆLAFRÆÐI

Nám í matvælafræði byggir á grunni raunvísinda, verk- og tæknifræði, og veitir góða innsýn inn í heilbrigðisvísindagreinar. Þar er fjallað um vinnslu og þróun matvæla, lausnir fyrir framleiðslu, nýsköpun, líftækni, öryggi og nýtingu matvæla. Náið samstarf er við Matís sem er opinbert rannsókna- og þróunarfyrirtæki í matvælafræði.

NÁTTÚRU- OG AUÐLINDAFRÆÐI

Diplómanám í náttúru- og auðlindafræði er fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru- og lífvísindum. Lagður er grunnur að frekara námi í líftækni og sjávarútvegsfræðum við HA. Námið er einnig undirstaða fyrir almennt raunvísindanám, til dæmis líffræðinám og fiskeldisnám. Námið er áhugavert fyrir kennara sem vilja dýpka þekkingu sína í náttúru-og auðlindafræðum.

 

ORKU- OG UMHVERFISTÆKNIFRÆÐI

Námið veitir nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum. Áhersla er lögð á breiða, þverfaglega og vistfræðilega nálgun og að nemendur þekki til helstu þátta innan vistkerfa og vistfræðilegra ferla. Þá er fjallað sérstaklega um samspil manns og náttúru og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Námið hentar sérlega vel þeim sem hafa breiðan áhuga á náttúrufræði, en vilja ekki strax sérhæfa sig í einni grein innan hennar.

NÆRINGARFRÆÐI

Grunnnám í næringarfræði fjallar meðal annars um: næringarefnin og hlutverk þeirra, næringarþörf heilbrigðra og sjúkra, næringarþörf á ýmsum æviskeiðum, í þróuðum og þróunarlöndum, og um hollustu eða óhollustu fæðutegunda og fæðutengdra efna. Umfjöllunarefni greinarinnar er einnig hvernig aðstæður, erfðir og einstaklingurinn sjálfur hafa áhrif á næringarnám og heilsu.

RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐI

Í rafmagnstæknifræði fást nemendur við rafmagnsfræði, rafeindatækni, raforkufræði, fjarskiptatækni, stýritækni, tölvutækni, stóriðju og orkutækni á breiðum grundvelli. Nemendur taka þátt í spennandi hönnunarverkefnum strax á fyrsta ári. Lokaverkefni eru tengd sérhæfingu á sviði sterkstraums, veikstraums, eða tölvutækni og endurspegla hagnýta hlið námsins. Þau eru oftar en ekki unnin í samstarfi við leiðandi tæknifyrirtæki.

RAFMAGNS- OG TÖLVUVERKFRÆÐI

Snjallsímar, flugvélar og tölvuleikir eru örfá dæmi um hluti úr daglega lífinu sem byggja á rafmagns- og tölvuverkfræði. Nám í rafmagns- og tölvuverkfræði veitir nemendum góða undirstöðuþekkingu á hönnun vélbúnaðar og hugbúnaðar og gerir nemendum kleift að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

REKSTRARVERKFRÆÐI

Rekstrarverkfræði veitir nemendum fræðilegan grunn og þjálfun fyrir fjölbreytileg störf í fyrirtækjum svo sem við framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og verkefnastjórnun. Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. Verkfræðinám samanstendur af þriggja ára BSc-námi og tveggja ára MSc-námi.

SJÚKRAÞJÁLFUNARFRÆÐI

Starf sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt og miðar að því að bæta hreyfigetu, færni og heilsu fólks á öllum aldri. Sjúkraþjálfarar greina orsakir hreyfitruflana og færniskerðinga og veita meðferð sem byggir á greiningunni. Auk þess fást þeir við að fyrirbyggja eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma, öldrunar og lífsstíls. Ráðgjöf og fræðsla er hluti af starfi sjúkraþjálfara.

SJÁVARÚTVEGSFRÆÐI

Nemendur í sjávarútvegsfræði afla sér þekkingar um vistfræði hafsins. Þekkingar um helstu veiði- og vinnsluaðferðir, um rekstur fyrirtækja og um mikilvægi markaða og markaðssetningar. Sjávarútvegsfræðingar fá störf sem framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar og margt fleira. Námið nýtist líka víðar. Allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga starfar utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum.

SKÓGFRÆÐI

Á brautinni er fléttað saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, vistheimtar, tæknifræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupplýsinga og landslagsfræða. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Áhersla er lögð á skóginn, bæði sem endurnýjanlega hráefnisauðlind á Íslandi og sem vistkerfi sem veitir margvíslega vistþjónustu. Í náminu er einnig fjallað um ræktunartækni skógræktar, sjálfbæra nýtingu og umhirðu skóglenda, aðlögun að landslagi, vandaða áætlanagerð og skipulag framkvæmda sem og nýsköpun. Þá er einnig lögð áhersla á fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu á sviði vistheimtar og sjálfbærrar landnýtingar.

SKÓGUR OG NÁTTÚRA

Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám á viðurkenndum verknámsstað. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám. Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.

STÆRÐFRÆÐI

Nám í stærðfræði snýst fyrst og fremst um skilning á hugtökum, samband hugtaka og hvernig þau mynda heildstætt kerfi. Áhersla er lögð á fræðilegan grunn og gagnrýna agaða hugsun sem nýtist nemandanum vel í glímu við verkefni á öðrum sviðum. Námið þroskar hæfileikann til að finna og setja fram skothelda röksemdafærslu.

STÆRÐFRÆÐI OG STÆRÐFRÆÐIMENNTUN

Námið er sérstaklega ætlað þeim er hyggja á kennslustörf í framhaldsskólum og er í samstarfi við Menntavísindasvið. Byggður er traustur og breiður grunnur í stærðfræði og áhersla lögð á að nemendur kynnist sem flestum hliðum stærðfræðinnar. Námið gefur góðan grunn fyrir meistaranám í Menntun framhaldsskólakennara, en opnar einnig fleiri möguleika á framhaldsnámi, svo sem í stærðfræði og tölfræði.Námið er sérstaklega ætlað þeim er hyggja á kennslustörf í framhaldsskólum og er í samstarfi við Menntavísindasvið. Byggður er traustur og breiður grunnur í stærðfræði og áhersla lögð á að nemendur kynnist sem flestum hliðum stærðfræðinnar. Námið gefur góðan grunn fyrir meistaranám í Menntun framhaldsskólakennara, en opnar einnig fleiri möguleika á framhaldsnámi, svo sem í stærðfræði og tölfræði.

TANNLÆKNISFRÆÐI

Nám í tannlæknisfræði tekur 6 ár (360e) og lýkur með kandidatsprófi í tannlækningum (cand.odont-próf).  Fyrstu tvö árin í náminu eru að mestu helguð grunngreinum læknis- og tannlæknisfræði, s.s. efna-, bit-, röntgen-, erfða-, líffæra-, lífefna- og meinafræði. Á þriðja árinu er lögð áhersla á verklegar æfingar og á síðustu tveimur árunum er megináherslan á vinnu með sjúklinga sem fram fer á tannlækningastofu deildarinnar þar sem verk- og bóknám er tvinnað saman.

TANNSMÍÐI

Nám í tannsmíði er krefjandi, fræðilegt og verklegt þriggja ára nám, þar sem nemendur kynnast viðurkenndum aðferðum í tann- og munngervasmíði og raunverulegum verkefnum. BS gráða veitir rétt til að starfa sjálfstætt við tannsmíðar á Íslandi.

TÖLVUNARFRÆÐI

Nám til BS-prófs í tölvunarfræði er eitt það hagnýtasta sem völ er á. Tölvunarfræðingar taka virkan þátt í þróun, hönnun, prófun, breytingu og forritun hugbúnaðar og starfa með fólki úr mörgum fagstéttum. Uppbygging og rekstur nútímaþjóðfélags byggist í veigamiklum atriðum á hugbúnaði og námið miðar að því að nemendur verði færir um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

TÖLVUNARSTÆRÐFRÆÐI

Hvernig geta bílar ekið af sjálfsdáðum? Hvernig er hægt að ná þeim árangri að reiknirit geti fundið æxli betur á röntgenmynd heldur en læknar? Hvernig er hægt að sanna að reiknirit virki rétt? Margar nútímalegar rannsóknir þarfnast yfirgripsmikillar þekkingar, bæði í stærðfræði og í tölvunarfræði. Mjög nýlegt dæmi er gagnavísindi (e. data science). Að auki er stærðfræði undirstaða tölvunarfræði og á sama tíma opnar tölvunarfræðin nýjar og áhugaverðar rannsóknarspurningar fyrir stærðfræðinga.

TÆKNIFRÆÐI

Skiptist í tvennt:
Framleiðslutæknifræði og mekatróníka hátæknifræði

UMHVERFISSKIPULAG

Umhverfisskipulag er BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Gott samspil bygginga og opinna svæða auka á vellíðan og heilbrigði fólks. Jafnvægi milli náttúru, mannsins og hönnunar skal ávallt haft að leiðarljósi við skipulag lands. Í náminu er áhersla lögð á vistvæna nálgun, sjálfbærni tilliti til sérstöðu Íslands.

UMHVERFIS- OG BYGGINGARVERKFRÆÐI

Umhverfis- og byggingarverkfræðingar stjórna og hafa eftirlit með byggingarframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Einnig greina þeir gögn og þróa tölvulíkön til þess að spá fyrir um framtíð þjóðfélagsins. Þeir taka þátt í að meta umhverfisáhrif framkvæmda og koma að skipulagi byggðar. Þeir rannsaka áður óþekkt viðfangsefni og þróa tækni sem hentar íslenskum aðstæðum.

VERKFRÆÐILEG EÐLISFRÆÐI

Námið veitir traustan undirbúning í raunvísindum, sér í lagi eðlis- og stærðfræði í hagnýtum tilgangi.  
Námið er sterkur undirbúningur fyrir margvísleg störf tengd rannsóknum og þróun í iðnaði tengdum starfsemi nýsköpunarfyrirtækja, rannsókna- og kennsludeildum háskóla og rannsóknastofnana svo og tæknideildum sjúkrahúsa.

VÉLAVERKFRÆÐI

Vélaverkfræðingar veljast gjarnan til ábyrgðarstarfa hér á landi sem erlendis. Þeir starfa við hönnun og greiningu en einnig sem framkvæmdastjórar og skipuleggjendur. Sem dæmi um starfsvettvang vélaverkfræðinga má nefna framleiðslufyrirtæki, verkfræðistofur, orkufyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki og fjármálastofnanir.

VÉLIÐNFRÆÐI

Í véliðnfræði er áhersla á véltæknilegar greinar, burðarþolsfræði, varma- og rennslisfræði, vélhlutahönnun, rekstur og stjórnun fyrirtækja ásamt hagnýtu lokaverkefni. Námið hentar vel fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Diplóma í véliðnfræði og sveinspróf í iðngreininni veitir rétt til meistarabréfs, ásamt lögverndaða starfsheitinu iðnfræðingur. Kennt er í  fjarnámi og er námið sniðið fyrir þá sem eru á vinnumarkaði hvar sem er á landinu, eða jafnvel erlendis.

VÉL- OG ORKUTÆKNIFRÆÐI

Vél- og orkutæknifræði snýr að hönnun, greiningu og rekstri fjölbreyttra vélrænna kerfa og byggir meðal annars á styrkri stoð í tölvustuddri hönnun, varma- og straumfræði, efnisfræði og vélahönnun ásamt reglun og stýringum. Lögð er áhersla á öll svið framleiðsluferils, bæði frá hönnun og greiningu að hermun og smíði ásamt prófunum og rekstri.

NÁMSLEIÐIR

Math Class

NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT

bottom of page