top of page

BÚFRÆÐI

Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra, býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins og þekkingu á ræktun og nýtingu plantna til fóðuröflunar og beitar. Hann hefur þekkingu á ræktun og kynbótum búfjár. Hann er meðvitaður um lög og reglur sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og gætir að umhverfi og öryggi. Hann nýtir auðlindir landsins á skynsamlegan hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi.

Umsækjandi þarf að hafa lokið að lágmarki eftirtöldum áföngum í almennum framhaldsskóla (alls 50 fein):

  •   Íslenska á öðru hæfniþrepi, alls 10 fein

  •   Enska á öðru hæfniþrepi, alls 10 fein

  •   Stærðfræði á öðru hæfniþrepi, alls 5 fein

  •   Danska 5 fein

  •   Efnafræði – nemendur þurfa að hafa lokið almennri efnafræði á fyrsta hæfniþrepi (5 fein) og æskilegt að hafa lokið lífrænni efnafræði.

  •   Almenn líffræði á fyrsta hæfniþrepi 5 fein

  •   Bókfærsla á fyrsta hæfniþrepi 5 fein

Hægt að læra við Landbúnaðarháskóla Íslands.

2 ár til starfsmenntunar.

bottom of page