top of page

HJÚKRUNARFRÆÐI

BS-próf í hjúkrunarfræði veitir rétt til að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings. Störf hjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt og krefjandi og gera kröfur um skilning á mannlegu eðli. Fjölbreytt atvinnutækifæri bíða hjúkrunarfræðinga, bæði hér heima og erlendis. BS-próf í hjúkrunarfræði opnar auk þess leiðir að margs konar framhaldsnámi.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði þá einkum algebru

Auk þess er mælt með að umsækjandi hafi lokið:

  • 10 fein. á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði

  • 5 fein. á 3. þrepi í líffræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

4 ár til BS-prófs.

Skoða nánar: https://www.hi.is/hjukrunarfraedi og https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/hjukrunarfraedi

bottom of page