top of page

EFNAFRÆÐI

Efnafræðin er ein af undirstöðugreinum raunvísinda og er auk þess sjálfstæð vísinda- og tæknigrein. Námið veitir sterka undirstöðu á helstu sviðum efnafræðinnar og uppfyllir kröfur til frekara náms eða almennra starfa. Námið er bæði bóklegt og verklegt og veitir traustan almennan grunn í raungreinum og góða starfsþjálfun í verklagi við störf á rannsóknarstofu. 

Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í efnafræði:

  • 35 fein í stærðfræði, sterklega er mælt með að klára 40 fein í stærðfræði 

  • 50 fein í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein í eðlisfræði, 10 fein í efnafræði og 10 fein í líffræði. 

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page