top of page

ALMENN BÓKMENNTAFRÆÐI

Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.
 
Kennslan tekur mið af íslensku jafnt sem alþjóðlegu menningarsamhengi. Grunnnám í almennri bókmenntafræði skilar sér í víðtækri, fjölþjóðlegri menntun sem kemur sér vel í ýmsum störfum í samfélaginu og er jafnframt sterkur grunnur undir framhaldsnám.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrep í þriðja tungumáli.

  • 2. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum Íslands- og mannkynssögu.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page