top of page

SKÓGFRÆÐI

Á brautinni er fléttað saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, vistheimtar, tæknifræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupplýsinga og landslagsfræða. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Áhersla er lögð á skóginn, bæði sem endurnýjanlega hráefnisauðlind á Íslandi og sem vistkerfi sem veitir margvíslega vistþjónustu. Í náminu er einnig fjallað um ræktunartækni skógræktar, sjálfbæra nýtingu og umhirðu skóglenda, aðlögun að landslagi, vandaða áætlanagerð og skipulag framkvæmda sem og nýsköpun. Þá er einnig lögð áhersla á fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu á sviði vistheimtar og sjálfbærrar landnýtingar.

Hægt að læra við Landbúnaðarháskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page