top of page

SÁLFRÆÐI

Í BS-náminu er lögð áhersla á aðferðir vísindanna og gagnrýna hugsun. Drjúgur hluti námsins eru námskeið þar sem undirgreinar sálfræðinnar eru kynntar, s.s. þroskasálfræði, félagsleg sálfræði, persónuleikasálfræði, skynjunarsálfræði, klínísk sálfræði, hugfræði, atferlisgreining og lífeðlisleg sálfræði. Skilningur á rannsóknum og kenningum í sálfræði er efldur sérstaklega í námskeiðum um aðferðafræði rannsókna, tölfræði, mælinga- og próffræði og í námskeiðum um sögu og eðli sálfræðinnar. Í valnámskeiðum er gjarnan fjallað um hagnýtar undirgreinar á borð við vinnusálfræði, íþróttasálfræði, klíníska barnasálfræði, heilsusálfræði, réttarsálfræði og öldrunarsálfræði.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði

Mælt er með að lokið sé:

  • 10 fein. á 3. þrepi í stærðfræði eða námskeiðum sem sérstaklega fjalla um gagnasöfnum og líkindi.

Hægt að læra við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri.

3 ár til BS-prófs.

Sjá nánar: https://www.hi.is/salfraedihttps://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/salfraedi og https://www.ru.is/grunnnam/salfraedi/

bottom of page