top of page

ALMENN MÁLVISINDI

Í almennum málvísindum er fjallað um eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum getur nýst mjög vel í ýmsu öðru háskólanámi, bæði grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess sem hún getur komið sér vel í margs konar störfum.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar skilning og tjáningu í ræðu og riti.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrepi í þriðja máli (þýsku eða frönsku), einkum hvað varðar lestur fræðitexta.

  • 2. hæfniþrepi í samfélagsgrein, einkum mannkynssögu.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page