top of page

IÐJUÞÁLFUNARFRÆÐI

Nám í iðjuþjálfunarfræði byggir á heilbrigðis- og félagsvísindum. Iðjuþjálfunarfræði snýst um iðju, heilsu og almenn lífsgæði fólks. Þú lærir að tileinka þér viðhorf, hæfni og leikni sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í fræðigreininni. Skoðað er hvernig umhverfið, líkamlegir og hugrænir þættir hafa áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri og nýta ýmsar leiðir til lausna. 

Nauðsynlegur undirbúningur:

  • 35 fein í stærðfræði, einkum á sviði algebru og tölfræði 

  • 50 fein í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein í eðlisfræði, 10 fein í efnafræði (einkum hvað varðar ólífræna og lífræna efnafræði) og 10 fein í líffræði (einkum á sviði frumulíffræði).

  • 2. hæfniþrepi í dönsku eða öðru Norðurlandamáli, einkum hvað varðar lestur fræðigreina

Hægt að læra við Háskólann á Akureyri.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page