top of page

LEIKSKÓLAKENNARAFRÆÐI

Vilt þú vera með í að móta framtíðina? Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu og þar er lagður hornsteinn að menntun barna. Sjónarmið og réttindi barna eru í brennidepli um leið og þau eru búin undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í leikskólum er unnið með börnum að grunnþáttum menntunar eins og þeir birtast í aðalnámskrá leikskóla og þeim þannig sköpuð tækifæri til náms og þroska.

Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku

  • 2. hæfniþrepi í stærðfræði*

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar orðaforða og lestur fræðitexta.

*Mælt er með að nemandi hafi lokið 10 fein. á 2. hæfniþrepi. Að auki er æskilegt að nemandi hafi lokið 5 fein. í tölfræði á 3. hæfniþrepi.

Hægt að læra við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

3 ár til B.Ed-prófs og svo 2 ár til M.Ed-prófs.

Skoða nánar: https://www.hi.is/leikskolakennarafraedi_bed og https://www.hi.is/kennaradeild/um_namid

bottom of page