top of page

LYFJAFRÆÐI

Lyfjafræði er fræðigrein sem fjallar um lyf frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, allt frá þróun nýrra lyfjaefna og lyfjaforma, að framleiðslu, notkun og verkun lyfjanna. Lyfjafræðinámið er fjölbreytt nám, samsett af bóklegri og verklegri kennslu í hinum ýmsu greinum líf- og raunvísinda, auk greina úr félagsvísindum.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði, einkum á sviði algebru, tölfræði, heildunar og deildunar

Mælt er með því að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti:

  • 10 fein. á 3. þrepi í stærðfræði

  • 5 fein. á 3. þrepi í eðlisfræði

  • 5 fein. á 3. þrepi í efnafræði

  • 5 fein á 3. þrepi í líffræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

3 ár til BS-prófs.

bottom of page