top of page

TÓNSMÍÐAR

Í hljóðfæratónsmíðum byggir námið á hefðbundnu handverki og þróun þess en nýmiðlaleiðin sprettur upp úr listheimi nútímans þar sem fengist er við raf- og tilraunatónlist og snertifleti flutnings, miðlunar og sköpunar. 

Á tónsmíðabraut eru tvær námsleiðir á bakkalárstigi

  • Hljóðfæratónsmíðar: Í hljóðfæratónsmíðum liggur hefðbundin nótnaritun til grundvallar. Nemendur læra hljómfræði, tónbókmenntir og hljóðfærafræði en er jafnframt gefin innsýn í nýja hljóðfæratækni og heim raftónlistar. Í hóptímum og einkatímum tónsmíða er sjónum ávallt beint að tónsmíðaaðferðum 20. og 21. aldar. Frá fjórðu önn endurspegla fræðaáfangar fjölbreytt tónmál, tónsmíðatækni og hugmynda- og fagurfræði 20. og 21. aldar. Ennfremur má benda á möguleika í vali á námskeiðum í tónsmíðum nýmiðla og annarra deilda skólans. 

  • ​Nýmiðlar: Í tónsmíðum nýmiðla læra nemendur undirstöður hljóðhönnunar, hljóðfræði og tónlistarforritunar. Jafnframt eru ólíkir möguleikar í ritun, gagnvirkni og miðlun tónlistar rannsakaðir. Í hóptímum og einkatímum tónsmíða er lögð áhersla á tónsmíðaaðferðir raf- og tölvutónlistar, tilraunatónlist og aðferðir þvert á listgreinar ásamt hugmynda- og fagurfræði 20. og 21. aldar. Frá fjórðu önn geta nemendur nýmiðla kosið sér áhersluleið með vali úr fjölbreyttri flóru námskeiða allt frá tónfræðagreinum til námskeiða við aðrar deildir skólans.

Umsækjandi um nám í hljóðfæraleik/söng hafi lokið eða stundi nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám. 
Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.

Hægt að læra við Listaháskóla Íslands.

3 ár til BA-prófs.

bottom of page