top of page

LÖGFRÆÐI

Í Lagadeild er spennandi og skemmtilegt umhverfi fyrir nemendur og kennara. Kennslan er nútímaleg og fjölbreytt og tekur mið af því besta sem gerist. Lögð er rík áhersla á gagnvirka kennsluhætti þar sem máttur virkrar samræðu milli kennara og nemanda er nýttur til hins ýtrasta.

Lagadeild Háskóla Íslands telur almennt séð æskilegt að nemendur sem hefja nám við deildina búi yfir hæfni á:

  • 3. hæfniþrepi í íslensku.

  • 2. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum hvað varðar þekkingu á talningu, tölfræði og líkindareikningi og hæfni í röksemdafærslu.

  • 3. hæfniþrepi í ensku, einkum hvað varðar leikni til að skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir og hæfni til að hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt.

  • 3. hæfniþrepi í dönsku, norsku eða sænsku, einkum hvað varðar leikni til að skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir og hæfni til að hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt.

Hægt að læra við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.

3 ár til BA-prófs

Skoða nánar: https://www.ru.is/grunnnam/logfraedi/logfraedi/#tab1, https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/logfraedi og https://www.hi.is/logfraedi

bottom of page